Ærslabelgur í Seljahverfi*

Ærslabelgur í Seljahverfi*

Hvað viltu láta gera? Setja upp ærslabelg á völdum stað í Seljahverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil eftirspurn hefur verið eftir ærslabelg í Seljahverfi. Skemmtilegt útisvæði er í Seljadal sem býður m.a. upp á frisbígolf, aparólu og grillaðstöðu. Ærslabelgur myndi slá í gegn hjá öllum, sérstaklega ungum börnum og myndi ramma inn dalinn sem fullkomið fjölskyldusvæði. Aðgengi að svæðinu er mjög gott úr öllum áttum. *Undirhugmyndir Ærslabelgur við Seljaskóla eða andapollinn í Seljahverfi: https://betrireykjavik.is/post/38644 Ærslabelgur milli Engjasels og Flúðasel: https://betrireykjavik.is/post/29018

Points

Allir krakkar elska þetta

Frábær hugmynd, yrði notað mjög mikið af mínum börnum

Frábær hugmynd fyrir þetta svæði

Skemmtileg og góð hreyfing fyrir börnin

Geggjud hugmynd👍

Væri æði

Þetta væri algjör snilld fyrir krakkana í hverfinu. Eykur gleðina við útileikina og alveg brilliant staðsetning.😍

100 prósent spennandi hlutur..algert æði

Hreyfing, bætir, kætir. Ærslabelg í öll hverfi takk, líka í Bakkana takk.

Frábær viðbót í Seljahverfið!

Þetta er geggjuð hugmynd

Tel það mjög gott að styrkja þetta svæði enn frekar. Sérstaklega mikilvægt svæði fyrir nemendur í Ölduselsskóla þar sem þetta er miðja hverfisins og öflugt svæði miðsvæðis stuðlar að frekari samgangi og blöndun barna sem búa í jaðri hverfisins. Góð hugmynd fyrir börnin og sömuleiðis staðsetningin.

Gott tækifærti til að nýta dalinn og betur fyrir börnin í hverfinu.

Frábær hugmynd og góð staðsetning - en nauðsynlegt að hafa eftirlitsmyndavélar líka svo unglingar á vespum sem leika sér að því að keyra yfir belginn og skemma hann komist ekki upp með slík athæfi.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Hugmyndin hefur verið aðlöguð og sameinuð við aðrar hugmyndir um ærslabelgi í Seljahverfi þar sem að ýmsu þarf að huga þegar verið er að velja staðsetningu ærslabelgja. Horfa þarf til fjarlægðar frá íbúðarhúsnæði, hávaðamengunar og aðgengis. Þarf að vera á opnu svæði í borgarlandi og nóg rými og pláss fyrir belginn. Svæðið þarf að vera tiltölulega slétt, ekki í halla, og jarðvegur má ekki vera grýttur. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Geggjuð hugmynd!

Èg keyri nánast daglega à sumrin upp ì Kópavog með strákana mína 11 og 14 ára og vini þeirra til að hoppa á belgnum þar.

Mjög góð staðsetning og yrði örugglega vinsælt hjá börnunum

Krakkarnir myndu elska það

Frábær hugmynd, góð staðsetning, yrði afar vinsæll viðkomustaður.

Lífgar upp á dalinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information