Gangstétt í Einholtinu
Þórgnýr kemur með aðra hugmynd - sem er fín sem slík - en er í raun ekki mótrök gegn þeirri ábendingu að gangstéttin í Einholtinu er girt af á bak við spónaplötuvegg. Börn og aðrir vegfarendur verða að nóta lágmarks öryggis í umferðinni þarna. Það er meira að segja erfitt fyrir bíla að mætast - hvað þá fyrir börn að forðast að láta keyra yfir sig - sérstaklega í hálku.
Engin gangstétt er í Einholtinu og gangandi vegfarendur þurfa að labba út á götu.
Það er ótækt að verktakar fái að marka sér svæði 5-6m frá skurðbrún, út á miðja þrönga götu, svo árum skipti. Þetta viðgekkst ekki við Höfðatorg, og ekki heldur við Stjörnubíósreitinn á sínum tíma. Koma soh borgarstjórn!
Málfræði
Það var ganstétt í Einholtinu en einhvernveginn hefur verktakinn sem er/var að byggja þarna komist upp með að setja girðinguna í kringum framkvæmdasvæðið yfir gangstéttina og tvo metra út á götu. Sama á við um Þverholtið, þar nær girðingin út á miðja götu.
ég er nú alveg sammála þessu. Þessi girðing er rosalega,ég þekki þetta ástand í þverholti,því þar eru bílar farnir að legga meðfram þessri girðingu,svo þeir sem eiga þessu fáu stæði,komast stundum ekki út úr þeim,það er svo þröngt,,
Þessi girðing er fáránlega staðsett. Svona frekleg upptaka á gangstéttum, bílastæðum og götuplássi var ekki látin viðgangast við Höfðatorg, og ekki við Stjörnubíósreitinn á sínum tíma. Þar vart girt þétt upp við framkvæmdasvæðið þannig að vegfarendur höfðu fullan aðgang að gangstétt á meðan framkvæmdum stóð.
Lögum þetta áður en barn verður undir bíl...
þetta ástand hefur varið meira eða minna í 10 ár - eða frá því að BN keypti þennan reit - og borgin lætur þetta viðgangast - kominn tími á að ganga í málið
Gera götuna að vistgötu eða göngugötu einvörðungu... hún er óskaplega þröng.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation